Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 15:57:19 (6915)

1996-05-31 15:57:19# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, VE (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[15:57]

Vilhjálmur Egilsson:

Hæstv. forseti. Ég segi nei við þessari frávísunartillögu. Ég tel að þinginu sé ekkert að vanbúnaði að afgreiða þetta mál. Það var undirbúið af sameiginlegri nefnd allra þingflokka og eftir mikla vinnu var flutt frv. í samræmi við þá niðurstöðu sem þar kom fram. Ég vek líka athygli á því að í tíð síðustu ríkisstjórnar var gert sérstakt samkomulag í tengslum við gerð kjarasamninga um það að koma á 10% nafnvaxtaskatti á fjármagnstekjur. Varðandi þá samræmingu sem verið er að gera milli skattlagningar á fjármagnstekjum almennt, þ.e. á vexti og hlutafé eða arð, þá vil ég segja það að ég hygg að afleiðing af þessari samræmingu muni verða sú að skatttekjur af arði munu aukast í framtíðinni vegna þess að eins og fyrirkomulagið hefur verið hingað til hefur arður yfirleitt ekki verið greiddur út í miklum mæli og þess vegna ekki skilað neinum skatttekjum í ríkissjóð. En sem kunnugt er er helsta hlutverk skattkerfisins að skila ríkinu skatttekjum.