Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 16:05:24 (6921)

1996-05-31 16:05:24# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, PHB (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[16:05]

Pétur H. Blöndal:

Herra forseti. Ég vil benda á nefndarálit meiri hluta hv. efh.- og viðskn. en þar segir svo, með leyfi forseta:

,,Meiri hluti nefndarinnar minnir á yfirlýsingu ráðherra um að þeim tekjuauka, sem fellur til við samþykkt frv., skuli ráðstafa til lækkunar á öðrum sköttum. Hlýtur þá lækkun eignarskatts að koma sérstaklega til greina enda slíkt í samræmi við tilgang frv. um samræmingu skattlagningar á eignir og eignatekjur.``

Ég tel að nota eigi tekjurnar til að lækka eignarskatta sem eru þeir hæstu í OECD-löndunum. Ég segi já.