Tekjuskattur og eignarskattur

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 16:09:46 (6923)

1996-05-31 16:09:46# 120. lþ. 157.2 fundur 421. mál: #A tekjuskattur og eignarskattur# (fjármagnstekjur) frv. 97/1996, ÁMM (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[16:09]

Árni M. Mathiesen:

Herra forseti. Sú atkvæðagreiðsla sem hér fer fram fjallar um að fella brott undanþáguákvæði um það að vaxtatekjur séu undanþegnar tekjuskatti. Ég er mótfallinn því að þetta sé gert vegna þess að þar með er tekinn upp tekjuskattur á vaxtatekjur og mun því greiða atkvæði á móti breytingartillögunni.

Ég mun hins vegar eftir sem áður taka efnislega afstöðu til annarra greina þessa frv. eins og ég hef áður kynnt á hv. Alþingi.