Vörugjald

Föstudaginn 31. maí 1996, kl. 21:30:01 (6965)

1996-05-31 21:30:01# 120. lþ. 157.4 fundur 445. mál: #A vörugjald# (magngjald o.fl.) frv. 89/1996, 444. mál: #A virðisaukaskattur# (vinna við íbúðarhúsnæði) frv. 86/1996, PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 157. fundur

[21:30]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Þetta var mjög merkilegt. Þetta var mjög athyglisvert vegna þess að hv. þm. sagði mér að 10% mundu valda undanskotum og meiri skattlagning enn meiri undanskotum. Hann sagði hreint og beint að með því að hafa þetta frítt, þá kæmi alla vega allt fram. Hvað segir á hv. þm. um 24,5% sem er lögð á landið og miðin? Getur verið að við séum komin það hátt í skattlagningu að það valdi svo miklum undanskotum að tekjur ríkissjóðs hreinlega minnki? Þetta er nefnilega það sem meiri hlutinni benti á. Og hann féllst ekki á að auka skattheimtuna úr 24,5% í 25% vegna þess akkúrat að undanskotin mundu aukast og skattstofninn mundi hreinlega deyja eins og oft og tíðum gerist þannig að viðkomandi starfsemi mundi leggjast niður. Mér sýnist einmitt rökstuðningur hv. þm. sýna mér að við höfum rétt fyrir okkur. Þegar hann óttast að 10% virðisaukaskattur á byggingarstað valdi undanskotum, hvað gera þá 24,5%?