Þjónustusamningur við landssamtökin Heimili og skóla

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 13:35:40 (6987)

1996-06-03 13:35:40# 120. lþ. 158.8 fundur 330#B þjónustusamningur við landssamtökin Heimili og skóla# (óundirbúin fsp.), GGuðbj
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[13:35]

Guðný Guðbjörnsdóttir:

Ég þakka hæstv. menntmrh. fyrir þessi svör og tek undir að ég tel að það sé mjög brýnt við þessar aðstæður þegar flutningur grunnskólans er að eiga sér stað að foreldrasamtökin í landinu verði efld því það þarf að sinna fræðslu til foreldra og sjá til að þeir fái ákveðin gögn. Ég styð það heils hugar að menntmrh. eða yfirvöld styðji þessi samtök þó vissulega verði það að vera ljóst að þessi samtök verða að vera frjáls og óháð en ekki undir hælnum á ríkisvaldinu. En ég geri ekki ráð fyrir að stuðningur til frjálsra félagasamtaka af þessu tagi þurfi að þýða það.