Aðgerðir stjórnvalda gegn grænfriðungum o.fl.

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 13:55:09 (6999)

1996-06-03 13:55:09# 120. lþ. 158.8 fundur 333#B aðgerðir stjórnvalda gegn grænfriðungum o.fl.# (óundirbúin fsp.), KPál
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[13:55]

Kristján Pálsson:

Herra forseti. Ég fagna því að hæstv. sjútvrh. er að kanna þetta sérstaklega. Við erum trúlega í baráttu við mjög öflug öfgasamtök sem kemur þá fram í því að fyrirtæki eins og Unilever neyðist til þess að kaupa sojamjöl eða aðrar landbúnaðarvörur til þess að geta haldið áfram framleiðslu sinni. Þetta virðist allt saman stefna í sömu áttina að meðan við blæðum og þá virðast önnur samtök eða aðrir aðilar í framleiðslu matvæla græða á vandamálum okkar.