Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 16:53:44 (7030)

1996-06-03 16:53:44# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, samgrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[16:53]

Samgönguráðherra (Halldór Blöndal):

Herra forseti. Samkvæmt 2. gr. hefur stjórn Pósts og síma hf. heimild til þess að greina starfsemi Pósts og síma sundur í tvo þætti t.d., póstþátt og fjarskiptaþáttinn, hvað sem það á að heita, og er það alveg skýrt samkvæmt 2. mgr. 2. gr. og yrðu þá bæði félögin alfarið í eigu Póst- og símamálastofnunar hf. sem yrði þá væntanlega eignarhaldsfélag. Hvernig sem á því máli yrði annars haldið þá mundi ríkið alfarið eiga hlutaféð. Þetta er hv. þm. vel kunnugt.

Hv. þm. er líka vel kunnugt hvernig haldið verður á málum á aðalfundi enda lögfræðingur. Það er samgrh. sem fer með hlutafjáreign ríkisins.