Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 16:54:54 (7031)

1996-06-03 16:54:54# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[16:54]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Það gengur erfiðlega að fá hæstv. ráðherra til þess að svara einfaldri spurningu. Ég reyni að umorða hana þannig að hún sé skýrari: Verði tekin ákvörðun um að selja þessi félög, hver hefur þá heimild til þess að taka þá ákvörðuin? (Samgrh.: Selja hvaða félög?) Selja félög sem stofnað er til skv. 2. gr. Er það ráðherra? Er það Alþingi eða er það stjórn Pósts og síma? Hver hefur þessa heimild ef stofnað er til félaga eins og heimilt er að gera eftir 2. gr. frv.? Getur ráðherra eða stjórn stofnunarinnar selt fyrirtækið án samþykkis Alþingis?