Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 17:21:04 (7037)

1996-06-03 17:21:04# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, 364. mál: #A póstlög# (Póstur og sími hf.) frv. 107/1996, 408. mál: #A fjarskipti# (meðferð einkaréttar ríkisins) frv. 99/1996, LB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[17:21]

Lúðvík Bergvinsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Vegna orðaskipta sem ég átti fyrr í dag við hæstv. samgrh. og hann reyndi síðan að svara í síðari ræðu, þá ætla ég að leggja fyrir hann spurningu sem ég óska eftir að hann svari aðeins með já-i eða nei-i. Hún hljóðar svo: Er það skilningur ráðherra að félög sem stofnað er til samkvæmt 2. mgr. 2. gr. frv. verði ekki seld nema með samþykki Alþingis? Og ég vænti þess að ráðherra svari með já-i eða nei-i.