Iðnaðarmálagjald

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 20:51:54 (7070)

1996-06-03 20:51:54# 120. lþ. 158.20 fundur 483. mál: #A iðnaðarmálagjald# (atvinnugreinaflokkun) frv. 81/1996, Frsm. meiri hluta StG (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[20:51]

Frsm. meiri hluta iðnn. (Stefán Guðmundsson):

Virðulegi forseti. Ég tala fyrir nál. um frv. til laga um breytingu á lögum nr. 134/1993, um iðnaðarmálagjald. Það er frá meiri hluta iðnn. og hljóðar svo, með leyfi virðulegs forseta:

,,Nefndin hefur fjallað um frv. og fékk á sinn fund Þorkel Helgason, ráðuneytisstjóra iðnaðarráðuneytisins, Pál Gunnar Pálsson frá iðnaðarráðuneytinu og Jón Steindór Valdimarsson frá Samtökum iðnaðarins. Auk þess barst erindi frá Ríkisbókhaldi.

Meiri hluti nefndarinnar leggur til eina breytingu á lögum um iðnaðarmálagjald til viðbótar við efni frumvarpsins og stafar hún af því að ákvæði 2. mgr. 1. gr. laganna er óþarft með hliðsjón af samkeppnislögum.

Árni R. Árnason var fjarstaddur afgreiðslu málsins.

Meiri hlutinn leggur til að frv. verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

Við bætist ný grein, er verði 1. gr., svohljóðandi:

2. mgr. 1. gr. laganna fellur brott.``

Undir þetta nál. skrifar Stefán Guðmundsson, Guðjón Guðmundsson, Hjálmar Árnason, Pétur H. Blöndal og Sigríður A. Þórðardóttir.