Rannsóknir í ferðaþjónustu

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 22:44:57 (7112)

1996-06-03 22:44:57# 120. lþ. 158.30 fundur 76. mál: #A rannsóknir í ferðaþjónustu# þál. 18/1996, Frsm. EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[22:44]

Frsm. samgn. (Einar K. Guðfinnsson) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það er augljóst mál að það sem verið er að samþykkja hérna er tillögugreinin sjálf. Það er nákvæmlega það. Og tillögugreinin sjálf er mjög skýr. Þar er kveðið á um það í fyrsta lagi að stofnuð verði gagnamiðstöð við skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri, stofnuð verði staða rannsóknafulltrúa við skrifstofu Ferðamálaráðs Íslands á Akureyri o.s.frv. Tillögugreinin er ákaflega skýr. Það er það sem máli skiptir í þessu sambandi. Ég vék fyrst og fremst að því að í upphaflegri tillögugrein fylgdi kostnaðaráætlun með sem fylgiskjal. Það var að vísu alveg rétt að hún átti við Háskólann á Akureyri en gaf vísbendingu samt sem áður um málið. Það kann að vera að ég hafi ekki verið nægilega nákvæmur áðan en það finnst mér ekki vera aðalatriði málsins. Aðalatriði málsins er auðvitað þetta sem hv. þm. sagði. Hv. þm. sagðist vera fjarri því að vera ósáttur við tillögugreinina eins og hún birtist. Það er það sem við erum að ræða um. Það er það sem málið snýst um, það er það sem við erum að taka afstöðu til og ég vona að þinginu auðnist að taka jákvæða afstöðu til þessa ágæta máls.