Rannsóknir í ferðaþjónustu

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 22:46:18 (7113)

1996-06-03 22:46:18# 120. lþ. 158.30 fundur 76. mál: #A rannsóknir í ferðaþjónustu# þál. 18/1996, MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[22:46]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kom fram bæði hjá hv. formanni nefndarinnar og hjá hv. þm. Tómasi Inga Olrich að þetta væri kostnaðaráætlunin. Það sem skiptir máli er tillögugreinin og hér er verið að samþykkja stöðugildi, það er verið að setja á stofn ákveðið embætti á Akureyri. Hvað kostar það? Við höfum staðið í þessum ræðustól og rífist fram og aftur um einstaka stöðugildi innan stofnana ríkisins og það hefur verið skorið niður hjá ýmsum stofnunum ríkisins. Er þá ekki eðlilegt að við samþykkjum þennan kostnað um leið með einhverjum hætti ef þessu ekki vísað til afgreiðslu fjárlaga? En það er alveg á hreinu að það er ekki verið að samþykkja þessa beiðni.