Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 23:09:44 (7122)

1996-06-03 23:09:44# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[23:09]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Eins og rökstutt er í nefndaráliti minni hluta samgn. er um að ræða frv. sem er ákaflega illa undirbúið þrátt fyrir langan meðgöngutíma. Það vekur að sumu leyti fleiri spurningar en það svarar og það svarar í engu þeim kröfum sem eftir er leitað, þ.e. tilraunum til þess að mæta örri og breytilegri þróun í símamálum og fjarskiptamálum. Eins og hér segir vekur þetta eðlilega spurningar og tortryggni af hálfu starfsmanna og aukin heldur er allsendis óljóst hver framtíð þessa fyrirtækis verður í höndum samgrh. sem samkvæmt frv. er nánast allsráðandi um málið. Í því ljósi segi ég já og tel einsýnt ef standa á almennilega að málinu að vísa því til ríkisstjórnarinnar til frekari umhugsunar og athugunar.