Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 23:14:45 (7126)

1996-06-03 23:14:45# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, SvG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[23:14]

Svavar Gestsson:

Virðulegi forseti. Það er gömul hefð í þessari stofnun að taka sérstaka afstöðu til 1. gr. frv. af þessu tagi þar sem þar koma fram stefnumótandi þættir málsins og í þessari atkvæðagreiðslu höfum við kosið að greiða atkvæði gegn þessari grein. Ástæðurnar eru margþættar en m.a. og kannski alveg sérstaklega þær að ekki hefur verið gengið frá samningum við starfsfólk. Það er mjög alvarlegur hlutur að horfa til þess sem nú er ljóst að engir samningar liggja fyrir við um það bil 2.500 starfsmenn þessarar stofnunar. Við tökum ekki þátt í lítilsvirðingu af þessu tagi og teljum því rétt að mótmæla þessu með því að greiða atkvæði gegn þessari grein.