Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 23:15:35 (7127)

1996-06-03 23:15:35# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, KH (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[23:15]

Kristín Halldórsdóttir:

Herra forseti. Sé ástæða til þess að breyta rekstrarformi Pósts og síma frá því sem nú er, þá er stofnun hlutafélags ekki eina leiðin. Ríkisstjórnin og meiri hluti Alþingis velja þetta form vegna þess að með því er verið að greiða leiðina að lokamarkinu sem er einkavæðing Pósts og síma. Í þessu frv. er ekkert sem tryggir að sú þróun verði til góðs fyrir neytendur og þaðan af síður fyrir ríkissjóð. Þingkonur Kvennalistans greiða því atkvæði gegn þessari grein, en sitja hjá við aðrar greinar frv. Við munum einnig sitja hjá við afgreiðslu þeirra tveggja frv. sem hér fylgja á eftir þar sem þau eru fylgihnettir þessa frv.