Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Mánudaginn 03. júní 1996, kl. 23:16:39 (7128)

1996-06-03 23:16:39# 120. lþ. 158.9 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, GÁS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 158. fundur

[23:16]

Guðmundur Árni Stefánsson:

Virðulegi forseti. Ég ásamt öðrum þingmönnum Alþfl. mun greiða atkvæði gegn 1. gr. frv. fyrst og síðast til þess að mótmæla þeim handarbakavinnubrögðum sem hér hafa átt sér stað við vinnslu alls málsins. Sama gildir um 2. gr. frv. sem er þess eðlis að ekki er nokkur vegur fyrir hið háa Alþingi að samþykkja þá málsmeðferð sem þar er gert ráð fyrir, þ.e. þetta altæka valdaafsal í hendur framkvæmdarvaldsins, í hendur hæstv. samgrh.

Að öðru leyti munu þingmenn Alþfl. sitja hjá við greinar frv. og einnig sitja hjá við endanlega afgreiðslu málsins og vísa þar allri ábyrgð á hendur ríkisstjórninni um framhald málsins og gjörning þann sem nú fer hér fram.