Frumvarp um heilbrigðisþjónustu

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 10:10:47 (7149)

1996-06-04 10:10:47# 120. lþ. 160.93 fundur 340#B frumvarp um heilbrigðisþjónustu# (aths. um störf þingsins), ÁRJ
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[10:10]

Ásta R. Jóhannesdóttir:

Herra forseti. Það kom mér vissulega í opna skjöldu þegar ég kom í þinghús í morgun að sjá að stjfrv. um heilbrigðisþjónustu, 524. mál, væri komið á dagskrá. Ég hélt að það væri ljóst að þetta mál á mjög langt í land ef menn ætla sér að afgreiða það í þinginu á þessu vori. Það eru mjög mörg ágreiningsefni í þessu máli. Heilbr.- og trn. mundi þurfa að halda nokkra fundi um málið ef það á að fara þar í gegn þannig að það er svo sannarlega ekki verið að greiða fyrir því að þingi ljúki á morgun með því að setja þetta mál á dagskrá og mætti halda að með þessu ætli menn sér að vera hér fram eftir sumri.

Ég vil bara lýsa óánægju minni með þessi vinnubrögð og vonast til þess að menn endurskoði afstöðu sína til þess að halda því til streitu að þetta mál fari á dagskrá á þessu þingi.