Frumvarp um heilbrigðisþjónustu og tilhögun þingfundar

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 13:57:21 (7196)

1996-06-04 13:57:21# 120. lþ. 160.94 fundur 344#B frumvarp um heilbrigðisþjónustu og tilhögun þingfundar# (um fundarstjórn), VS
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[13:57]

Valgerður Sverrisdóttir:

Virðulegi forseti. Það mál sem hér er til umfjöllunar hefur verið rætt áður á þessum degi. Það er rétt að það kom seint fram og það þarfnast auðvitað umræðu eins og öll önnur mál sem við fjöllum um hér á hv. Alþingi. Ég vil eindregið hvetja til þess að við höldum okkur við það sem við formenn þingflokka komumst að niðurstöðu um á fundi með forseta í morgun um að halda áfram með dagskrána og að það verði gert hlé fyrir þingflokksfundi um miðjan dag, kannski um kl. þrjú. Þar getum við farið yfir málin með félögum okkar og síðan eftir þann fund verði margumtalað 13. dagskrármál væntanlega tekið á dagskrá. Ég held að það væri heillavænlegast fyrir störfin hér í þinginu að við héldum okkur við það. (SVG: Það er þá á ábyrgð Framsfl.)