Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 15:57:28 (7211)

1996-06-04 15:57:28# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, TIO (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[15:57]

Tómas Ingi Olrich:

Virðulegi forseti. Með brtt. þeirri sem hér kemur til atkvæða er gerð tilraun til þess að sníða helstu vankanta af frv. um stjórn fiskveiða og rétta hlut aflamarksskipanna, einkum þeirra minnstu, í sambandi við skiptingu leyfilegs heildarþorskafla nú þegar heimildir aukast á ný. Krókabátar sem hafa aukið afla sinn umfram það sem löggjafinn gerði ráð fyrir meðan aflamarksskip voru skorin niður fá samkvæmt þessari brtt. þá fyrst fullan hlut í aukningu heildarþorskaflans þegar heimildirnar hafa náð 250 þús. lestum. Af þessum sökum segi ég já.