Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 15:58:19 (7212)

1996-06-04 15:58:19# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, VS (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[15:58]

Valgerður Sverrisdóttir:

Hæstv. forseti. Við framsóknarmenn virðum það samkomulag sem hæstv. sjútvrh. gerði við smábátaeigendur þó kannski megi segja að hv. þingmenn séu misánægðir með það samkomulag.

Einnig vil ég geta þess að það náðist samkomulag innan meiri hlutans í hv. sjútvn. um lokaafgreiðslu málsins og koma bram breytingartillögur frá meiri hlutanum á þskj. 1093 sem við styðjum. Við greiðum hins vegar atkvæði gegn þeim breytingartillögum sem fluttar eru af hv. þm. Tómasi Inga Olrich og Árna Johnsen.