Stjórn fiskveiða

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 15:59:40 (7213)

1996-06-04 15:59:40# 120. lþ. 160.1 fundur 437. mál: #A stjórn fiskveiða# (veiðar krókabáta) frv. 105/1996, EKG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[15:59]

Einar K. Guðfinnsson:

Virðulegi forseti. Þar sem hér er verið að greiða atkvæði um meginefnisatriði þessa frv., sem lýtur að stjórn veiða smábáta, þá vil ég lesa eftirfarandi texta, með leyfi virðulegs forseta:

,,Þannig háttar til að á flestum þeim stöðum þar sem mest hefur horfið af aflaheimildum hefur smábátaútgerð dafnað og tekið úr sárasta sviðann af skerðingum. Þar er líka eina vonin til aukningar á hlutdeild þessara staða í þorskveiði. Því ætla ég að vona að Alþingi Íslendinga beri gæfu til að koma frv. sjútvrh., sem byggir á samningi hans og samningi smábátaeigenda, í gegn hið fyrsta.``

Þetta er úr leiðara sjómannablaðsins Vestfirðings, málgagns Alþb. á Vestfjörðum. Ég er sammála þessu og segi því já.