Stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 16:13:15 (7218)

1996-06-04 16:13:15# 120. lþ. 160.3 fundur 331. mál: #A stofnun hlutafélags um rekstur Póst- og símamálastofnunar# frv. 103/1996, GÁS (um atkvæðagreiðslu)
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[16:13]

Guðmundur Árni Stefánsson (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Eins og getið var liggur fyrir þessum fundi brtt. frá hv. þm. Ragnari Arnalds, Ástu R. Jóhannesdóttur og undirrituðum er lýtur að því að 1. júlí nk. verði landið allt eitt gjaldsvæði og öll símtöl innan lands verðlögð á sama hátt óháð vegalegnd milli notenda. Samsvarandi ákvæði sem þó gekk miklu skemmra var afgreitt við 2. umr. þessa máls í gær, tillaga stjórnarliða, og niðurstaðan hefur orðið sú af hálfu flutningsmanna að draga tillöguna til baka. Það er fyrst og síðast vegna þess að við teljum málinu ekki til farsældar að stjórnarliðar felli þetta góða mál og við vonum svo sannarlega að að sumu leyti gölluð tillaga stjórnarmeirihlutans nái fram að ganga, vonum þar hið besta í hinu stóra réttinda- og kjarabótamáli landsbyggðarmanna en erum satt að segja viðbúnir hinu versta. En við viljum ekki spilla fyrir hinum góða anda málsins og drögum því brtt. til baka.