Umræður um dagskrármál

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 20:47:53 (7257)

1996-06-04 20:47:53# 120. lþ. 160.98 fundur 355#B umræður um dagskrármál# (um fundarstjórn), SighB
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[20:47]

Sighvatur Björgvinsson (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Hæstv. heilbrrh. hefur svarað spurningunni sem formaður þingflokks Alþb. beindi til hæstv. forseta. Hæstv. forseti þarf þá ekki að svara þeirri spurningu. Þess vegna vildi ég beina til hæstv. forseta annarri spurningu: Var hæstv. sjútvrh. látin vita um þessa breytingu á dagskránni þó hæstv. heilbrrh. hafi ekki verið látinn vita? Var e.t.v. enginn látinn vita um þessa breytingu á dagskránni nema þeir sem eru í Sjálfstfl.? Ekki hefur verið haft samráð eða látið vita af þessu við formenn þingflokka stjórnarandstöðunnar. Ég gekk með aðalforseta Alþingis út úr þessu húsi kl. tíu mínútur yfir sjö og við ræddum stuttlega um framhaldið. Þá var ekki annað að heyra en að haldið yrði áfram þar sem frá var horfið. Var e.t.v. enginn látinn vita nema hann væri í Sjálfstfl.? Í öðru lagi bíð ég enn eftir svari frá hæstv. forseta um það hvort fallist verður á þau tilmæli að gera smáhlé á fundinum og ræða við formenn þingflokka.