Umræður um dagskrármál

Þriðjudaginn 04. júní 1996, kl. 20:49:16 (7258)

1996-06-04 20:49:16# 120. lþ. 160.98 fundur 355#B umræður um dagskrármál# (um fundarstjórn), Forseti StB
[prenta uppsett í dálka] 160. fundur

[20:49]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill taka fram það sem hann hélt að þyrfti ekki að gera að hér ekki er gerður mannamunur af hálfu forseta þingsins. Enn síður er gert upp á milli manna eftir því í hvaða flokki þeir eru. Umræður höfðu farið fram í kvöldmatarhléinu á milli forseta Alþingis, forseta sem stýrði fundi fyrir hlé og forseta sem átti að taka við, þess sem hér stendur, um framhaldið. Í framhaldi af þeim viðræðum og nánast um það leyti sem fundur var settur var þessi ákvörðun tekin vegna þess að forseti hafði ætlað sér að reyna að ná saman formönnum þingflokka og öðrum sem málið varðar til að ræða framhaldið hér í kvöld. Eini tilgangurinn var að reyna að liðka til fyrir framhaldinu. Forseti ræddi við hæstv. heilbrrh. um leið og hæstv. heilbrrh. kom í salinn og lét vita af þessari ákvörðun og að sjálfsögðu er rétt að forseti tekur hana. Forseti tekur ákvörðun um það hvaða mál er næst á dagskrá. Það varð niðurstaða forseta eftir samtöl við tvo forseta aðra að gera þessa breytingu þannig að ég vænti þess að hv. þm. geti sætt sig við þetta og haldið hér áfram. Það verður boðað til fundar með formönnum þingflokka en forseti gerir ráð fyrir að það verði mælt fyrir nál. og brtt. í 14. máli og að því loknu verði gert stutt hlé til að ræða stöðu mála. Það er af praktískum ástæðum sem forseti gerir ráð fyrir þessum framgangi. Hv. 4. þm. Vestf. tekur til máls um stjórn fundarins og er nú sennilega búinn að tala tvisvar sinnum.