Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 13:48:31 (7309)

1996-06-05 13:48:31# 120. lþ. 161.6 fundur 519. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# frv. 88/1996, Frsm. meiri hluta ÁRÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[13:48]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Hv. sjútvn. hefur komið saman að nýju til að ræða málið sem hér um ræðir og það samkomulag hefur orðið í nefndinni að gera breytingar á frv. til viðbótar því sem áður hafði fram komið. Eru því fyrri breytingartillögur meiri hluta nefndarinnar kallaðar til baka, en fram eru lagðar nýjar tillögur á þskj. 1207 þar sem nefndin hefur orðið sammála um að mæla með því að 1.--7. gr. frv. falli brott, 8. gr. orðist svo sem þar segir, 9.--14. gr. falli brott, 16. gr. kveði á um að lögin öðlist þegar gildi og í fimmta lagi að ákvæði til bráðabirgða orðist svo sem þar segir.

Loks verði fyrirsögn málsins breytt eins og segir í 6. lið tillögunnar og verður Frumvarp til laga um eftirlit með fiskveiðum utan lögsögu Íslands í stað Frumvarps til laga um fiskveiðar utan lögsögunnar.

Ég vil að endingu, virðulegi forseti, þakka þeim sem hafa starfað í nefndinni og þeim sem hafa veitt henni aðstoð, bæði af hálfu nefndadeildar og sjútvn., svo og þeim sem hafa komið til fundar við hana og gefið henni umsagnir og ábendingar í umsögnum eða munnlegar. Ég vænti þess að frv. megi ná fram að ganga með þessum tillögum.