Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 14:13:20 (7317)

1996-06-05 14:13:20# 120. lþ. 161.6 fundur 519. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# frv. 88/1996, sjútvrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[14:13]

Sjávarútvegsráðherra (Þorsteinn Pálsson) (andsvar):

Herra forseti. Það er meginregla í okkar fiskveiðistjórnunarkerfi að skipin standa undir þeim kostnaði sem er við stjórnun veiðanna og eftirlit og ég tel að sama regla eigi að gilda varðandi veiðirétt í úthafinu þegar íslensk skip eiga í hlut. Þetta frv. er flutt og þessar leikreglur settar vegna þess að ég tel að það sé eðlileg stefna að ákveða það að skipin sjálf beri þennan kostnað og þá verður eitt og sama yfir skip að ganga innan og utan landhelgi í þessu efni jafnvel þó að um mismunandi háan kostnað geti verið að ræða.