Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:01:24 (7339)

1996-06-05 21:01:24# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[21:01]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Hér er verið að greiða atkvæði um ákvæði náttúruverndarlaga varðandi akstur á vegum eða utan vega. Ég vek athygli á því ákvæði sem hér er og menn eru að samþykkja sem greiða þessu atkvæði. ,,Þar sem hætta er á náttúruspjöllum er akstur utan vega og merktra slóða óheimill.`` Meginreglan sem hér er innleidd er að akstur sé heimill utan vega í landinu og hitt gert að undantekningarreglu. Þetta er skelfilegt ákvæði sem hér er verið að festa í lög. Gildandi lög eru veik, þetta er enn þá verra.