Náttúruvernd

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:08:05 (7343)

1996-06-05 21:08:05# 120. lþ. 161.10 fundur 366. mál: #A náttúruvernd# (heildarlög) frv. 93/1996, HG (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 161. fundur

[21:08]

Hjörleifur Guttormsson:

Virðulegur forseti. Ég bið hv. þm. að líta á neðstu línu á bls. 7 í frv. Þar stendur: ,,Má þar ekki raska náttúrufari né gera mannvirki sem spilla svip landsins. Í friðlýsingu skal nánar kveðið á um hversu víðtæk friðunin er, að hve miklu leyti framkvæmdir á landinu eru takmarkaðar umferð og umferðarrétt almennings og notkun veiðiréttar.`` Ég hef ekki fengið botn í þennan texta og ég er hræddur um að þarna sé verið að gera mistök. Ég vakti athygli á því í umræðu en því er engu sinnt.