Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:26:36 (7348)

1996-06-05 21:26:36# 120. lþ. 162.2 fundur 500. mál: #A Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins# (aðild kennara og skólastjórnenda) frv. 98/1996, Frsm. SP (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 162. fundur

[21:26]

Frsm. efh.- og viðskn. (Sólveig Pétursdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nál. frá efh.- og viðskn. um frv. til laga um breyting á lögum nr. 29/1963, um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins, ásamt síðari breytingum. Nefndin hafði fjallað um frv. og nefndarmenn allir samþykkt þetta nál. En nefndin tók málið til umræðu að nýju, sbr. frhnál. á þskj. 1201, þar sem ábendingar bárust um að frv. tæki ekki til annarra starfsmanna grunnskóla en kennara og skólastjórnenda og skapaði það nokkurt ósamræmi. Nefndin leggur því til breytingar sem miða að því að sömu reglur gildi fyrir kennara og skólastjórnendur og aðra starfsmenn skóla. Þannig er lagt til að aðrir starfsmenn grunnskóla og fræðsluskrifstofa, sem ráðnir eru af ríkinu og eiga aðild að Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins er flutningur grunnskóla frá ríki til sveitarfélaga á sér stað, eigi áfram aðild að sjóðnum séu þeir ráðnir til áframhaldandi starfa hjá grunnskóla eða skólaskrifstofum sveitarfélaga.

Mælir nefndin með að frv. verði samþykkt með breytingu sem gerð er tillaga um á sérstöku þingskjali.

Kristín Ástgeirsdóttir sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykk áliti þessu.

Allir nefndarmenn undirrita þetta nál. frá efh.- og viðskn.