Fiskveiðar utan lögsögu Íslands

Miðvikudaginn 05. júní 1996, kl. 21:42:10 (7353)

1996-06-05 21:42:10# 120. lþ. 162.1 fundur 519. mál: #A fiskveiðar utan lögsögu Íslands# frv. 88/1996, Frsm. meiri hluta ÁRÁ (flutningsræða)
[prenta uppsett í dálka] 162. fundur

[21:42]

Frsm. meiri hluta sjútvn. (Árni R. Árnason):

Herra forseti. Ég geri grein fyrir brtt. sem hefur verið lögð fram á þskj. 1218. Breytingartillagan er til orðin vegna þess að eftir að lokið var 2. umr. um málið kom í ljós að við prentun þskj. 1207 höfðu fallið niður þrjár málsgreinar, öftustu málsgreinar 8. gr. í frv. en ekki var ætlunin að fella þær niður. Vegna þessarar vangár er lögð fram brtt. á þskj. 1218 um að bæta þessum málsgreinum við 1. gr. frv., sem var áður 8. gr. Ég vænti þess að þingheimur sé tilbúinn til að taka þær til umfjöllunar eins og þær eru lagðar til, en þær eru óbreyttar þrjár síðustu málsgreinar úr 8. gr. í upphaflega frv. Það er hægt að rekja við þær breytingartillögur sem áður höfðu verið lagðar fram að þetta eru þær málsgreinar sem ekki hafði verið ætlunin að breyta með breytingartillögunum. Þetta er eingöngu vangá við prentun þskj. 1207.