Fjárlög 1996

Föstudaginn 06. október 1995, kl. 13:00:20 (77)

1995-10-06 13:00:20# 120. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Við munum vissulega verða málefnaleg, en formaður Framsfl., hæstv. utanrrh., víkur sér snilldarlega undan því sem er málflutningur minn, nefnilega að Framsfl. var með mjög billeg kosningaloforð uppi og ég er ekki að kvarta. Ég er bara að benda á að rök um staðreyndir komust illa til skila í þessum loforðaflaumi og að það stendur á því núna þegar Framsfl. er kominn að kjötkötlunum, er kominn til valda, að hann skili til baka til fólksins því sem hann lofaði svo fallega. Það er það sem ég gagnrýni og kalla eftir og við munum kalla eftir efndunum. Og það er sorglegt að sjá að í þessum fjárlögum er ekki einu sinni gerð tilraun til þess að halda í horfinu með þá stóru þætti sem Framsfl. gerði að málunum sínum, loforðunum sínum gagnvart þjóðinni. Þar er líka skorið niður. Það er þetta sem ég gagnrýni hér í þessari umræðu og við hæstv. utanrrh.