Fjárlög 1996

Föstudaginn 06. október 1995, kl. 16:04:27 (101)

1995-10-06 16:04:27# 120. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., StB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Sturla Böðvarsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég fagna því að hv. þm. Kristín Halldórsdóttir skuli hafa þennan skilning á málinu og ég get ekki séð að við séum ósammála. En vinnudeilur eru erfiðar viðfangs, það er alveg ljóst, og sjaldan veldur einn þá tveir deila. Það var ekki ætlunin að leggja alla ábyrgð á herðar þeirra launþega sem þarna voru að reyna að ná fram rétti sínum með ofangreindum aðferðum. Ég hef engu að síður gagnrýnt þetta og tel nauðsynlegt að þessir hlutir séu ræddir. Það liggur fyrir að gera þurfi breytingar á ýmsum stofnunum en e.t.v. tekst það ekki vegna þess að sumir hlutar heilbrigðiskerfisins eru ósnertanlegri en aðrir.