Fjárlög 1996

Föstudaginn 06. október 1995, kl. 16:58:11 (110)

1995-10-06 16:58:11# 120. lþ. 4.2 fundur 1. mál: #A fjárlög 1996# frv., Forseti StB
[prenta uppsett í dálka]

Forseti (Sturla Böðvarsson):

Forseti vill biðja hv. þm. að sýna biðlund á meðan verið er að fara yfir og kanna ítarlega mælendaskrána þannig að unnt sé að tryggja það að þeir sem hafa óskað eftir að taka til máls á mælendaskránni séu örugglega innan seilingar.

Forseti hefur þá tilkynningu að færa hv. þm. að þessari umræðu verður nú frestað og fleira verður ekki tekið fyrir.