Sýslumannsembættin í Bolungarvík og Ólafsfirði

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:04:52 (277)

1995-10-16 15:04:52# 120. lþ. 10.1 fundur 33#B sýslumannsembættin í Bolungarvík og Ólafsfirði# (óundirbúin fsp.), dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Eins og fram hefur komið er gert ráð fyrir því í fjárlagafrv. ríkisstjórnarinnar að leggja niður tvö sýslumannsembætti. Það er gert í sparnaðarskyni til að fjárlög dómsmrn. séu innan þess ramma sem því var gert að hlíta. Það eru fyrir því ákveðin rök að það má spara og hagræða í skipulagi sýslumannsembættanna í landinu og því var lagt til af okkar hálfu að þetta yrði gert. Ákvörðun er um að fylgja fjárlagatillögunum eftir með sérstöku frv. sem flutt verður varðandi þær ráðstafanir sem gera þarf vegna þeirra breytinga sem fjárlagafrv. mælir fyrir um og krefjast breytinga á öðrum lögum.