Verkfall leikara hjá Ríkisútvarpinu

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:19:21 (287)

1995-10-16 15:19:21# 120. lþ. 10.1 fundur 36#B verkfall leikara hjá Ríkisútvarpinu# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Í sex og hálfan mánuð hafa leikarar í Félagi ísl. leikara verið í verkfalli gagnvart Ríkisútvarpinu. Það þætti nú mörgum langt verkfall, en þar er skemmst frá að segja að hvorki hefur gengið né rekið í samningaviðræðum. Þetta tel ég vera til mikils skaða fyrir flutning listræns efnis hjá Ríkisútvarpinu og unnendum leiklistar til mikils ama. Og af því tilefni langar mig til að beina spurningum til hæstv. menntmrh.: Hefur hann kynnt sér inntak deilunnar milli leikara og Ríkisútvarpsins og hyggst hann beita sér til lausnar málinu þar sem þessi þáttur Ríkisútvarpsins heyrir undir hans ráðuneyti?