Verkfall leikara hjá Ríkisútvarpinu

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:20:53 (289)

1995-10-16 15:20:53# 120. lþ. 10.1 fundur 36#B verkfall leikara hjá Ríkisútvarpinu# (óundirbúin fsp.), KÁ
[prenta uppsett í dálka]

Kristín Ástgeirsdóttir:

Hæstv. forseti. Ég harma það að hæstv. menntmrh. þyki ekki vera ástæða til að kynna sér þetta mál og kanna það sérstaklega hvort þarna er eðlilega að verki staðið gagnvart þessu stéttarfélagi og þessari ríkisstofnun. Ég skil í sjálfu sér það sjónarmið að auðvitað á stofnunin að leysa málið en þegar það dregst svona úr hófi að taka á málinu, þá er vissulega ástæða til þess að kanna það. Ég man nú ekki betur en síðasta hæstv. menntmrh. hafi þótt ástæða til ýmiss konar afskipta af Ríkisútvarpinu. Og þó að þau hafi um margt verið óeðlileg, þá finnst mér ekki óeðlilegt að hæstv. núv. menntmrh. kynni sér hvað þarna er á ferð og hvort ekki er með einhverjum hætti hægt að liðka fyrir lausn þessarar deilu.