Norsku- og sænskukennsla

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:25:32 (292)

1995-10-16 15:25:32# 120. lþ. 10.1 fundur 37#B norsku- og sænskukennsla# (óundirbúin fsp.), SF
[prenta uppsett í dálka]

Siv Friðleifsdóttir:

Herra forseti. Ég hefði kannski viljað fá aðeins skýrari svör ef það er möguleiki af því að nú þykist ég vita að það er ekki búið að tryggja algerlega fjármagnið til Reykjavíkur og alls ekki til Reykjaness. Þar er langstærsti kostnaðurinn því að þar eru langflestir nemendurnir. Mér skilst að þetta séu um 6--7 millj. á þessu svæði en það sé ekki búið að tryggja nema hugsanlega 4,5 millj. í þessa kennslu. Það hefði því verið ágætt að vita hvort þessi kennsla verður alveg trygg bæði í Reykjavík og Reykjanesi sem og á öllu landinu.