Norsku- og sænskukennsla

Mánudaginn 16. október 1995, kl. 15:26:08 (293)

1995-10-16 15:26:08# 120. lþ. 10.1 fundur 37#B norsku- og sænskukennsla# (óundirbúin fsp.), menntmrh.
[prenta uppsett í dálka]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason):

Herra forseti. Eins og ég sagði, þá var um þetta rætt af hálfu ráðuneytisins við fræðsluyfirvöld og fræðslustjóra fyrir nokkrum mánuðum og málin lögð upp með þeim hætti sem menn voru sammála um á þeim tíma og lá alveg ljóst fyrir þegar skólahaldið hófst hér í haust. Það hafa komið upp og hefur verið rætt við mig um sérstök vandamál hér í Reykjavík en ekki á öðrum stöðum þannig að ég þekki þau mál ekki og get ekki svarað nákvæmlega.