Kaup á eignum

Miðvikudaginn 18. október 1995, kl. 15:10:55 (449)

1995-10-18 15:10:55# 120. lþ. 15.9 fundur 35. mál: #A kaup á eignum# fsp. (til munnl.) frá fjmrh., Fyrirspyrjandi KÁ
[prenta uppsett í dálka]

Fyrirspyrjandi (Kristín Ástgeirsdóttir):

Hæstv. forseti. Ég þakka hæstv. fjmrh. fyrir svör við þessum spurningum um kaup á eignum. Það er rétt sem fram kemur hjá honum að kaup og sala virðist vera í nokkru jafnvægi og auðvitað er eðlilegt að það sé nokkur hreyfing á þessum hlutum en mig langar þá að spyrja hann hvort hann kunni skýringu á því hvers vegna voru keyptar 6 jarðir á árinu 1994. Er þar um einhvers konar gjaldþrot að ræða eða hvaða ástæða er til þess að ríkið sé enn að kaupa jarðir? Eru þetta bújarðir eða hvað er þarna á ferðinni? Það kemur manni spánskt fyrir sjónir í þeim mikla samdrætti sem er í landbúnaði að ríkið kaupi jarðir nema það sé af einhverjum slíkum orsökum að þær gangi til ríkisins vegna þeirra vandræða sem hafa gengið yfir landbúnaðinn.