Skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál

Fimmtudaginn 19. október 1995, kl. 19:11:18 (487)

1995-10-19 19:11:18# 120. lþ. 17.1 fundur 47#B skýrsla utanríkisráðherra um utanríkismál# (munnl. skýrsla), SP (andsvar)
[prenta uppsett í dálka]

Sólveig Pétursdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég get upplýst hv. þm. Hjörleif Guttormsson um það að eina ,,kreppan``, innan gæsalappa auðvitað, sem hann talar um að sé innan NATO er allur sá fjöldi þjóða sem sækir eftir inngöngu í bandalagið. Hvers vegna eru þau að óska eftir því? Heldur hv. þm. að það sé að tilefnislausu? Þar að auki vil ég upplýsa hv. þm. um að NATO er ekki hernaðarbandalag heldur varnarbandalag og réttast væri þó að lýsa því sem friðarbandalagi eins mikið og það hefur lagt af mörkum til eflingar lýðræðisþróunar í heiminum. (SvG: Hallelúja.)