Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 31. október 1995, kl. 14:33:33 (544)

1995-10-31 14:33:33# 120. lþ. 22.3 fundur 74. mál: #A almenn hegningarlög# (alþjóðasamningur um bann við pyndingum) frv., dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur


[14:33]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Fyrirspurn hv. 15. þm. Reykv. get ég svarað á þann veg að í dómsmrn. hefur verið unnið að gerð nauðsynlegra lagafrumvarpa til þess að fylgja eftir stefnumörkun þeirrar skýrslu sem hv. þm. vitnaði til. Það hefur haft forgang í því starfi að semja lög um samvist samkynhneigðra og frv. þar um er nú á lokastigi, en önnur stefnuatriði skýrslunnar sem undir ráðuneytið heyra munu svo fylgja í kjölfarið.