Fullnusta erlendra ákvarðana um forsjá barna

Þriðjudaginn 31. október 1995, kl. 14:54:58 (548)

1995-10-31 14:54:58# 120. lþ. 22.4 fundur 92. mál: #A fullnusta erlendra ákvarðana um forsjá barna# frv., dómsmrh.
[prenta uppsett í dálka] 22. fundur


[14:54]

Dómsmálaráðherra (Þorsteinn Pálsson):

Herra forseti. Þar sem ég vék að fjölgun þessara mála var ég fyrst og fremst að víkja að þeirri alþjóðlegu þróun sem átt hefur sér stað. Því miður er ég ekki með við höndina neinar tölfræðilegar upplýsingar um breytingar þar á en sjálfsagt er að reyna að afla þeirra upplýsinga fyrir nefndina eftir því sem þær eru tiltækar. Auðvitað er það svo að viðfangsefni af þessu tagi og vandamál verða óhjákvæmilega okkar vandamál líka eftir því sem aðþjóðleg samskipti okkar aukast.

Varðandi síðari spurningu hv. þm. um áhrif þessara laga á þau tvö mál sem helst hafa verið til umræðu hér á landi að undanförnu vil ég ekki á þessu stigi draga ályktanir. Við erum fyrst og fremst að horfa til framtíðar og setja réttarreglur um mál sem eiga eftir að bera á okkar fjörur.