Framhaldsskólar

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 10:59:36 (624)

1995-11-02 10:59:36# 120. lþ. 25.2 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv., menntmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[10:59]

Menntamálaráðherra (Björn Bjarnason) (andsvar):

Herra forseti. Ekki er tekið sérstaklega á starfsmenntun í þessu frv. og ég man eftir að hv. þm. og ég sátum saman í menntmn. Alþingis og ræddum þetta mál oftar en einu sinni en það er ekki hróflað í sjálfu sér við því með þessu frv. Það er verið að nema út gildi um fullorðinsfræðslu sem komust aldrei til framkvæmda og eru á verksviði menntmrn. þannig að sjálfsögðu er ekki í þessu frv. farið inn á verksvið annarra ráðuneyta eða verið að taka fjöður úr þeirra hatti. Ef að það er gert þarf að nálgast málið með öðrum hætti en gert er í frv.