Framhaldsskólar

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 13:58:19 (645)

1995-11-02 13:58:19# 120. lþ. 25.2 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[13:58]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Við erum búin að hafa í gildi lög frá 1988 þar sem allar þessar brautir sem þú varst að tala um hafa verið mögulegar. Hvers vegna þurfum við nýja löggjöf? Hvers vegna hefur ekki tekist að koma þessum starfstengdu brautum á? Bara sem dæmi. Það hefur alveg vantað stefnumörkun og tengsl við atvinnulífið, ég er alveg sammála um það. Við þurfum ekki nýja löggjöf til þess að þróa það áfram. Ég tel að þetta frv. bæti ekki möguleikana á því. Við höfum verið með alls konar hugmyndir um tveggja ára brautir í framhaldsskólum sem hafa allar meira og minna dottið upp fyrir.