Framhaldsskólar

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 14:10:29 (648)

1995-11-02 14:10:29# 120. lþ. 25.2 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[14:10]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Ég vil koma inn á þetta sem síðasti ræðumaður, hv. 14. þm. Reykv., Kristín Ástgeirsdóttir, gat um að það væri til mat á milli skóla. Það er mat nemendanna sem oft og tíðum byggir á mati foreldranna og reynslu þeirra fyrir 30 árum. Þetta er orðið dálítið gamalt mat. Það sem ég vil fá er mat á hverri stundu sem er opinberlega birt og er raunhæft, ekki bara einhverjar sögusagnir. Það er akkúrat galli við núverandi kerfi að þetta byggir allt á sögusögnum og jafnvel á reynslu foreldranna sem tóku stúdentspróf í viðkomandi skóla fyrir 30 árum.