Framhaldsskólar

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 14:12:28 (650)

1995-11-02 14:12:28# 120. lþ. 25.2 fundur 94. mál: #A framhaldsskólar# (heildarlög) frv., GGuðbj (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[14:12]

Guðný Guðbjörnsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Mig langaði aðeins til þess að spyrja hv. þm. Pétur Blöndal: Hvaða tilgangi þjónar mat t.d. á milli framhaldsskólanna í Reykjavík á meðan foreldrar eða börn hafa ekkert val um það í hvaða skóla börnin þeirra fara? Er það bara til þess að staðfesta mun og koma enn meiri óánægju upp á yfirborðið þegar búið er að stimpla suma skóla formlega besta og aðra slakari?

Varðandi orð hv. þm. Kristínar Ástgeirsdóttur um matið í háskólanum er það auðvitað ekki huglægt mat því þar er athugað hvaða forspárgildi einkunnir úr mismunandi framhaldsskólum hafa fyrir árangur í mismunandi deildum í Háskóla Íslands. Þar er því ekki neitt huglægt mat.