
[14:13]
Pétur H. Blöndal (andsvar):
Herra forseti. Hvaða tilgangi þjónar matið? Að sjálfsögðu til að geta valið sér skóla. Það að fólk geti ekki valið sér skóla í dag er af hinu illa og ég vil breyta því. Ég vil að menn eigi að geta valið sér skóla hver og einn og farið í þann skóla sem þeir kæra sig um og þeir telja bestan. Ég vil líka koma með gæðaeftirlit og mat á milli skóla þannig að einn skóli henti einum nemanda og annar öðrum eftir hæfileikum og áhugasviðum viðkomandi nemanda.