Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 17:45:01 (681)

1995-11-02 17:45:01# 120. lþ. 25.6 fundur 126. mál: #A sveitarstjórnarlög# (atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[17:45]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Auðvitað kom til greina að gera þetta ákvæði varanlegt en með tilliti til allra aðstæðna fannst mér eðlilegra að hafa þetta svona og binda þetta við þessa tilteknu sameiningu á Vestfjörðum. Það er bara verið að endurtaka það að taka í lög bráðabirgðaákvæði eins og var sett við sveitarstjórnarlögin á sínum tíma. Það kom til umræðu að gera þetta varanlegt en mér fannst eðlilegra að gera þetta svona.