Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 17:46:01 (682)

1995-11-02 17:46:01# 120. lþ. 25.6 fundur 126. mál: #A sveitarstjórnarlög# (atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[17:46]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Út af fyrir sig getur verið skiljanlegt að í þessu tiltekna atriði telji menn það hugsanlega tefja málið í meðförum þingsins ef þetta væri opin heimild sem næði til fleiri sveitarfélaga og að það liggi á að samþykkja þetta tiltekna ákvæði. En þá spyr ég ráðherrann hvort hann mundi styðja slíkt ákvæði ef fram kæmi frv. um breytingu á sveitarstjórnarlögum sem heimilaði slíkt ákvæði sem hefði þá gildi varðandi sameiningar í næstu framtíð.