Sveitarstjórnarlög

Fimmtudaginn 02. nóvember 1995, kl. 18:21:21 (692)

1995-11-02 18:21:21# 120. lþ. 25.6 fundur 126. mál: #A sveitarstjórnarlög# (atkvæðagreiðsla um sameiningu sveitarfélaga) frv., félmrh.
[prenta uppsett í dálka] 25. fundur


[18:21]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson):

Herra forseti. Ég treysti fólkinu líka. Ég tel að það eigi að vera meginreglan að það sé kosið upp á nýtt ef aðstæður breytast. Ég tel að þetta sameiningarferli sé ekkert óskynsamlega orðað í lögunum en eins og aðstæður eru nú þarna fyrir vestan og af því að ég tel brýnt að úr því fáist skorið sem fyrst með tilliti til aðstæðna hvort þarna verður um sameiningu að ræða eða ekki þá legg ég til að þetta frv. verði samþykkt.